• vorn-gegn-veiru-pakki

Vörn gegn veiru - Margnota gríma og bókin saman í pakka

Verð : 5.999kr

Vörunúmer : vv002

Lagerstaða : Til á lager


Ekki missa af þessu tilboði en nú getur þú fengið bókina Vörn gegn veiru með fallegri þriggja laga polyester andlitsgrímu. Gríman er merkt Vörn gegn veiru, margnota og má þvo.

 

Bókin er 504 bls og felur í sér mikinn fróðleik um veiruna skæðu sem sett hefur heiminn á hliðina, segir frá öllu því sem gengið hefur á að tjaldabaki, ræðir við sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk og fleiri sem hafa þurft að laga sig að gjörbreyttum aðstæðum vegna hennar. Þá er dagbók og margvísleg heilræði fyrir þá sem hafa veikst, eða eiga eftir að veikjast af veirunni.

Bókin er prentuð hér á landi hjá Prentmet Odda.

 

Ísland og baráttan við COVID-19

„Það er erfitt að skrifa sögu líðandi stundar vegna þess að hún markast yfirleitt frekar af skoðunum en staðreyndum, en Björn Ingi hefur neglt þetta. Hann hefur skrifað skemmtilega, fræðandi og heiðarlega frásögn þar sem engum er hlíft og engum fórnað … Góð bók og gagnleg.“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
------------------
Aftan á bókinni stendur:
Faraldur geisar um heiminn, yfir lönd og álfur æðir veira sem sýkt hefur milljónir manna og lagt hundruð þúsunda að velli. COVID-19 hefur nánast kollvarpað hagkerfi heimsins og kallað á harðar aðgerðir. Enn sér ekki fyrir endann á baráttunni. Mánuðum saman hafa Íslendingar sameinast við sjónvarpstækin og fylgt leiðsögn okkar færustu sérfræðinga. Sóttkví, einangrun, skimun, smitrakning, hjarðónæmi, öll þessi orð hafa orðið okkur töm. Árangurinn er ótrúlegur þegar horft er til heimsins í kring. Hvernig heppnaðist mönnum að hemja fyrsta áhlaup veirunnar hér á landi? Hvers vegna þurftu færri Íslendingar hlutfallslega að leita hjálpar á gjörgæslu en víðast hvar í heiminum? Hvernig tókst að vernda elstu kynslóðina og halda tölu látinna í lágmarki? Hvernig raðgreinir maður veirur? Hver voru helstu mistökin, hvað mátti gera betur? Hvað fór fram að tjaldabaki í almannavörnum, heilbrigðiskerfi og ríkisstjórn?

Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum er að finna í þessari bók. Stuðst er við gögn sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings, rætt er við starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, vísindamenn sem glímdu við flóknar gátur, stjórnmálamenn sem tókust á við erfiðar ákvarðanir, og loks fólkið sem smitaðist, veiktist — og lifði.

 

Um höfund:
Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans hefur vakið þjóðarathygli fyrir fréttir sínar af veirufaraldrinum og framgöngu sína á upplýsingafundum Almannavarna þar sem hann spyr spurninga sem brenna á landsmönnum.
Vörn gegn veiru er fjórða bók Björns Inga.