Allir skilmálar

Verð er í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti. Hægt er að greiða pantanir með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu. Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl og innsláttarvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að falla frá sölu og endurgreiða vöru ef vara er rangt skráð. Ef vara er uppseld þegar sala fer fram er vara sömuleiðis endurgreidd eða endurpöntuð í samráði við kaupanda. Verð á síðu gæti breyst frá degi til dags.  

Sendingarkostnaður er 1.200 kr. ef sótt er á næsta pósthús eða 1.200 kr heim að dyrum (ef Íslandspóstur býður upp á það). Mögulegt er að sækja vöruna í Reykjavík eftir samkomulagi (mundumig@mundumig.is). Ath. húsgögn og mjög fyrirferðarmiklar pakkar eru keyrðir heim á Höfuðborgarsvæðið án kostnaðar, en sendingarkostnaður flutningafyrirtækja ræður verði á aðra staði. Ef verslað er fyrir meira en 10.000 fellur sendingarkostnaður niður innan höfuðborgarsvæðisins og þá er keyrt út eða sent á næsta pósthús (ekki heim að dyrum) - ath. kostnaður fellur ekki niður við stærri húsgögn eða mjög fyrirferðarmiklar sendingar. Ef kostnaður við sendingu er óvenju hár kemur það fram í vörulýsingu.

Afhendingartími er oftast 2-4 virkir dagar eftir að greiðsla berst, en yfirleitt er hægt að sækja vöru í vefverslun samdægurs. Ef sérstakar óskir eru um afhendingartíma, sendið skilaboð eða hringið. Í einstaka tilvikum gæti sending tafist, svo sem vegna vanda við dreifingu að vetrarlagi. Ef ljóst er að tafir verða á afhendingu af öðrum orsökum fær kaupandi tölvupóst þess efnis.

Gjafainnpökkun. Sjálfsagt er að pakka vörunni í gjafapappír og jafnvel skrifa á kort, kaupanda að kostnaðarlausu. Gefa þarf upp heimilsfang viðtakanda ef senda á til annars en kaupanda.

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Varan þarf að vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og reikningur þarf að fylgja. Kaupandi greiðir sendingarkostnað nema að vara sé gölluð eða ranglega afgreidd. Upphæð á reikningi gildir þó að vara hafi lækkað eða hækkað.

Trúnaður og ágreiningsmál. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila. Skilmálarnir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Póstlisti. Um að gera að skrá sig á póstlistann